September 19, 2024 • Svava Björg Mörk, Agata Auður Sobieralska • Matthew 25:40
Svava Björg Mörk og Agata Auður Sobieralska segja okkur frá því helsta sem er að gerast hjá Teen Challenge á Íslandi. Svava stýrir starfi TC á Íslandi en samtals um 15 einstaklingar koma að starfinu með einum eða öðrum hætti.
Svo er samfélagsþjónustan TC Hjálparhönd farin af stað, þar sem Agata fer út á göturnar og gefur sig að þeim sem þurfa mest á kærleik og stuðningi að halda í okkar samfélagi.
Matt. 25:40: "Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér."
Vakning á Íslandi
September 19, 2024 • Nadine Moody
Er stutt í vakningu á Íslandi? Eða er kannski langt í hana þar sem við erum ekki tilbúin? Nadine Moody frá Calvary Pentecostal Tabernacle kirkjunni í BNA var stödd á Íslandi og hefur skilaboð til okkar varðandi þetta.
Þorgerður Ásmundsdóttir kom með henni og túlkaði spjallið.
Ef viðtalið hreyfði við þér og þú vilt vita meira þá getur þú sent fyrirspurn á Nadine á netfangið http://aol.com
Ungir trúboðar á BEHOLD Europe ráðstefnunni
August 12, 2024 • Matthew 28:18–20
Segja má að í júní 2024 hafi Ísland verið miðpunkturinn í trúboðshvatningu og fræðslu í Evrópu. Þá komu saman hátt í 100 trúboðar frá fjölmörgum löndum Evrópu til að njóta samveru og til að kveikja eld í hjörtum fyrir áframhaldandi starfhttp://starf.gu
Þarna voru tveir ungir í trúnni, þeir Óskar og Haukur. Báðir brennandi og tilbúnir að segja öðrum frá. Heyrum hver upplifun þeirra var af þessari 3 daga ráðstefnu í Kirkjulækjarkoti, dagana 21.-24. júní 2024.
Nánar um ráðstefnuna sjálfa má lesa hér: https://http://www.beholdeurope.org
Ágúst Valgarð Ólafsson - kristniboði.
May 10, 2024 • Hafsteinn Einarsson
Ágúst er að taka trúarskref þessa dagana. Hann ætlar að vera í fullu starfi sem trúboði og þjóna inn í háskólasamfélagið hér á landi. Ekki auðveldasti akur sem hægt er að velja sér en verðugir hlutir fela í sér áskoranir oft á tíðum og það er bara spennandi.
Ölduáhrif inn í framtíðina
September 15, 2023
Það að vitna fyrir öðrum getur haft lífsbreytandi áhrif um ókomin ár og skapað ölduáhrif langt inn í framtíðina. Þeir vinir Halldór Pálsson og Indriði Kristjánsson unnu saman sem símvirkjar hjá Pósti & síma fyrir 50 árum. Kristin trú var eldfimt umræðuefni. Tekist var á, en Indriði komst að lokum til kristinnar trúar.
Þeir félagar rifja hér upp gamla tíma og muna smáatriðin ótrúlega vel.
Að bera krossinn um allan heim
September 4, 2023 • Keith Wheeler • Matthew 16:24
Árið 1982 gaf Keith Wheeler Jesú Kristi líf sitt. Og árið 1985, á föstudeginum langa, í Tulsa Oklahoma, byrjaði hann að ganga með 4 metra kross. Hann hefur nú gengið meira en 44.000 kílómetra, í 185 löndum og í öllum heimsálfum og er enn að.
Þegar Keith var eitt sinn að biðja, þá fann hann Guð tala inn í hjarta sitt; "Ég vil að þú smíðir kross og byrjir að ganga með hann gegnum götur Tulsa á föstudeginum langa." Keith var viss um að þetta gæti ekki verið Guð, en hann fann eftirfarandi orð hljóma í hjarta sínu:
"Allir geta haldið á krossi. Hugsaðu um Símon frá Kýrene; hann hélt á krossi Jesú. Og hver sem er getur dáið á krossi. Hugsaðu um ræningjana tvo, sitt hvorum megin við Jesú á Golgata. Aðeins einn, hins vegar, gat dáið fyrir syndir heimsins ... og það var af ást. Ég vil að þú takir krossinn og berir þannig þessi skilaboð Kærleika um vegi heimsins."
Þannig talaði Guð til Keith Wheeler og hér er hann kominn, í viðtal til okkar á Lindina.
https://www.kw.org
Andrésar-aðferðin
August 22, 2023 • John 1:40–44
Guy Weathers og Gary Gibson frá International Commission komu í heimsókn til Íslands til að tengjast kristnum og kirkjum hér á landi. Tilgangurinn er að kynna Andrésar-aðferðina við að leiða fólk til trúar. Einfalt og gott, og á færi allra að tileinka sér. Ágúst Valgarð til staðar að túlka.
-----
Guy Weathers og Gary Gibson from the International Commission flew over to Iceland to connect with Christians and churches in Iceland. Their mission is to introduce the Andrew method in evangelism. Simple and effective, just like with Andrew and his brother Simon.
Here is the https://internationalcommission.org web page.
Eric Newman
June 30, 2023 • Hafsteinn Einarsson • Exodus 2:12–25
70 sjöundir
April 13, 2023
Um hvað snýst baráttan?
Hvaða hlutverki gegnir Mikael verndarengill?
Hvar er talað um sjöundir í Biblíunni?
Af hverju lá Ezekíel á vinstri og hægri hlið?
Snorri Óskarsson fer í saumana á þessu og fræðir hlustendur.
Orlofsbúðir Þjóðkirkjunnar á Löngumýri í Skagafirði
Skjólið - dagsetur fyrir konur
March 3, 2023
Rósa Björg kom í spjall á Lindinni og sagði okkur frá starfinu.
Hugmyndin að dagsetrinu kom frá Agnesi biskupi, 13. febrúar, 2019, á Kirkjuráðsfundi. Séra Agnes sagði að verkefnið væri unnið í anda orða úr Matteusarguðspjalli 25. kafla um að allt það sem mennirnir geri hinum minnstu systrum og bræðrum hafi þeir gert frelsaranum.
Dagsetrið hefur fengið nafnið Skjólið og má vísa í því sambandi til bænarorða Davíðssálma 119.114: „Þú ert skjól mitt og skjöldur, ég vona á orð þitt.“
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fagnaði þessu framtaki og taldi það vera heillaskref. Forseti sagði að honum væri mikill heiður að fá að vera við opnun Skjólsins.
Sagði hann að eitt af megineinkennum öflugs samfélags væri að setja sig í spor annarra og í framhaldi af því að leitast við að verða að liði. Síðan vitnaði hann til orða mannfræðings nokkurs sem sagði fyrstu heimildir um menningu vera brotinn lærlegg sem búið hafði verið um. Sú umhyggja sýndi menningu því að í hinu forna samfélagi var sá sem ekki gat fylgt hópnum skilinn eftir en þarna hafði verið hlúð að manneskju og það væri merki um menningu.
Það var þann 15. febrúar 2021 sem Skjólið var opnað.
Sjónarhóll, Sigríður Nanna Egilsdóttir og Natalia Bardales
February 17, 2023 • Hafsteinn G. Einarsson
Hafsteinn ræðir við Sigríði og Natalia um nýjan morgunþátt sem þær ætla að byrja með á miðvikudögum milli 8 og 9
Halldór Pálsson
February 10, 2023 • Hafsteinn Einarsson
Hjálparstarf í Malaví
February 3, 2023 • Hafsteinn G. Einarsson
Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Hjálparstarfi kirkjunnar mætir í spjall og segir okkur frá nýju verkefni í Malaví sem er í undirbúningi og með rausnarlegum fjárstuðningi frá ríkinu.
Darren Goodman staddur á Íslandi
January 20, 2023 • Hafsteinn G. Einarsson
Pastorinn og kærleiksboltinn Darren Goodman var staddur á Íslandi helgina 20.-23. janúar 2023 og hélt samkomur í nokkrum kirkjum. Hann mætti í spjall á Lindinni föstudaginn 20. janúar og hvatti okkur öll til að stíga fram í þeirri trú og þeim krafti sem við höfum aðgang að. Linda Magnúsdóttir mætti með honum og túlkaði.