icon__search

Skjólið - dagsetur fyrir konur

Rósa Björg Brynjarsdóttir, forstöðukona Skjólsins

March 3, 2023

Rósa Björg kom í spjall á Lindinni og sagði okkur frá starfinu.


Hugmyndin að dagsetrinu kom frá Agnesi biskupi, 13. febrúar, 2019, á Kirkjuráðsfundi. Séra Agnes sagði að verkefnið væri unnið í anda orða úr Matteusarguðspjalli 25. kafla um að allt það sem mennirnir geri hinum minnstu systrum og bræðrum hafi þeir gert frelsaranum.

 

Dagsetrið hefur fengið nafnið Skjólið og má vísa í því sambandi til bænarorða Davíðssálma 119.114: „Þú ert skjól mitt og skjöldur, ég vona á orð þitt.“

 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fagnaði þessu framtaki og taldi það vera heillaskref. Forseti sagði að honum væri mikill heiður að fá að vera við opnun Skjólsins.

 

Sagði hann að eitt af megineinkennum öflugs samfélags væri að setja sig í spor annarra og í framhaldi af því að leitast við að verða að liði. Síðan vitnaði hann til orða mannfræðings nokkurs sem sagði fyrstu heimildir um menningu vera brotinn lærlegg sem búið hafði verið um. Sú umhyggja sýndi menningu því að í hinu forna samfélagi var sá sem ekki gat fylgt hópnum skilinn eftir en þarna hafði verið hlúð að manneskju og það væri merki um menningu.

 

Það var þann 15. febrúar 2021 sem Skjólið var opnað.


More from Vítamín