icon__search

Böðvar Björgvinsson kynnir bókina "Við Uppsprettuna"

December 17, 2024 • Hafsteinn Einarsson

Í vikunni kom út bókin "Við Uppsprettuna" eftir norska guðfræðinginn Øivind Andersen, í íslenskri þýðingu Böðvars Björgvinssonar. Í bókinni eru hugleiðingar úr Biblíunni fyrir hvern dag ársins, samtals 366 hugleiðingar, því ekki má gleyma hlaupársdeginum sem dúkkar upp í almanakinu á fjögurra ára fresti.


Bókin hentar vel hinum kristna nútímamanni, sem á stundum erfitt með að finna tíma til að lesa í Orðinu. Handhægt er að grípa bókina og lesa hugleiðinguna fyrir daginn í dag. Halda síðan út í annríki dagsins með Orð Guðs í hjarta og huga.


Eintak af bókinni kostar 4.900 krónur og hún fæst á Lindinni, í Jötunni, Veginum, Eymundsson, hjá SÍK og Basarnum. Salt forlag gaf út.


More from Vítamín