Miriam og Luke kynntu fyrir hlustendum trúboðsátak á götum Reykjavíkur sem fara mun fram næsta sumar, eða dagana 21. júní - 6. júlí, 2025 (tvær heilar vikur).
Þetta kristniboðsátak er reyndar mun stærra í sniðum, því það mun fara fram í 25 borgum í Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að ein milljón Evrópubúa heyri fagnaðarerindið á þessum tveimur vikum.
Miriam Von Rotz frá Sviss og Luke frá Þýskalandi komu til landsins til að kynna átakið og fá kirkjur landsins í lið með sér hvað snertir undirbúning og framkvæmd í vetur.