Árið 1982 gaf Keith Wheeler Jesú Kristi líf sitt. Og árið 1985, á föstudeginum langa, í Tulsa Oklahoma, byrjaði hann að ganga með 4 metra kross. Hann hefur nú gengið meira en 44.000 kílómetra, í 185 löndum og í öllum heimsálfum og er enn að.
Þegar Keith var eitt sinn að biðja, þá fann hann Guð tala inn í hjarta sitt; "Ég vil að þú smíðir kross og byrjir að ganga með hann gegnum götur Tulsa á föstudeginum langa." Keith var viss um að þetta gæti ekki verið Guð, en hann fann eftirfarandi orð hljóma í hjarta sínu:
"Allir geta haldið á krossi. Hugsaðu um Símon frá Kýrene; hann hélt á krossi Jesú. Og hver sem er getur dáið á krossi. Hugsaðu um ræningjana tvo, sitt hvorum megin við Jesú á Golgata. Aðeins einn, hins vegar, gat dáið fyrir syndir heimsins ... og það var af ást. Ég vil að þú takir krossinn og berir þannig þessi skilaboð Kærleika um vegi heimsins."
Þannig talaði Guð til Keith Wheeler og hér er hann kominn, í viðtal til okkar á Lindina.