Þau fengu Ísland á hjarta sitt á sínum tíma og hafa komið hingað reglulega síðustu 6 árin. Þau ganga um götur Reykjavíkur, gefa sig á tal við fólk, biðja fyrir þeim sem vilja og gefa þeim fagnaðarerindið. Miika og Janica Kaunismäki eru frá Finnlandi og eru sannkallaðir kærleiksboltar. Auðmjúk og dagfarsprúð.
Tengslunum sem þau mynda við fólk hér á landi fylgja þau eftir með því að bjóða þeim í heimahóp eða einfaldlega hitta þau reglulega á kaffihúsi til að spjalla um Guð og tilveruna.
Miika og Janica, ásamt 3 mánaða syni Peetu, eru komin í heimsókn á Lindina í smá spjall.
TC Hjálparhönd
September 19, 2024 • Svava Björg Mörk, Agata Auður Sobieralska • Matthew 25:40
Svava Björg Mörk og Agata Auður Sobieralska segja okkur frá því helsta sem er að gerast hjá Teen Challenge á Íslandi. Svava stýrir starfi TC á Íslandi en samtals um 15 einstaklingar koma að starfinu með einum eða öðrum hætti.
Svo er samfélagsþjónustan TC Hjálparhönd farin af stað, þar sem Agata fer út á göturnar og gefur sig að þeim sem þurfa mest á kærleik og stuðningi að halda í okkar samfélagi.
Matt. 25:40: "Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér."