Í vikunni kom út bókin "Við Uppsprettuna" eftir norska guðfræðinginn Øivind Andersen, í íslenskri þýðingu Böðvars Björgvinssonar. Í bókinni eru hugleiðingar úr Biblíunni fyrir hvern dag ársins, samtals 366 hugleiðingar, því ekki má gleyma hlaupársdeginum sem dúkkar upp í almanakinu á fjögurra ára fresti.
Bókin hentar vel hinum kristna nútímamanni, sem á stundum erfitt með að finna tíma til að lesa í Orðinu. Handhægt er að grípa bókina og lesa hugleiðinguna fyrir daginn í dag. Halda síðan út í annríki dagsins með Orð Guðs í hjarta og huga.
Eintak af bókinni kostar 4.900 krónur og hún fæst á Lindinni, í Jötunni, Veginum, Eymundsson, hjá SÍK og Basarnum. Salt forlag gaf út.
Viðtal við Patriciu frá spænsku kirkjunni á Íslandi
December 6, 2024 • Hafsteinn G. Einarsson
Patricia ætlar að fara af stað með spænskan þátt á Lindinni, þar sem hún mun þjóna til spænskumælandi einstaklinga á Íslandi.
Patricia, sem er upprunalega frá Mexikó, kom í smá spjall, sagði okkur sína sögu og leyfði okkur að heyra nokkur af þeim lögum sem hún hefur samið texta við og sungið á upptöku.
The Million Month 2025
November 22, 2024 • Hafsteinn G. Einarsson
Miriam og Luke kynntu fyrir hlustendum trúboðsátak á götum Reykjavíkur sem fara mun fram næsta sumar, eða dagana 21. júní - 6. júlí, 2025 (tvær heilar vikur).
Þetta kristniboðsátak er reyndar mun stærra í sniðum, því það mun fara fram í 25 borgum í Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að ein milljón Evrópubúa heyri fagnaðarerindið á þessum tveimur vikum.
Miriam Von Rotz frá Sviss og Luke frá Þýskalandi komu til landsins til að kynna átakið og fá kirkjur landsins í lið með sér hvað snertir undirbúning og framkvæmd í vetur.