icon__search

Sálgæsla hjá Jesú

Samtöl í Guðspjalli Jóhannesar

9. þáttur SORG OG MISSIR OG EILÍFT LÍF Jesús og vinir hans í Betaníu - Jóh. 11:1-44

May 18, 2022 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Jesús tekur vini sína í Betaníu í sálgæslu í sorg og missi í 11. kafla guðspjallsins. Jesús gefur tilveru þar sem er sorg og missir nýja merkingu. Í sömu frásögn talar hann um að stundin er komin. Þetta eru lokin á bók táknanna og bók dýrðarinnar tekur við (kafli 12-21) Sálgæsla Jesú er fólgin í því að við skoðum líf okkar út frá því að Jesús var upphafinn á kross til dýrðar. Þannig verður sálgæsla hjá Jesú samfylgd með honum í samtali og bæn. Samtölin í guðspjallinu kenna okkur um helstu atriði trúarlífsins.

8. þáttur ENDURGJALD OG NÝR VITNISBURÐUR Jesús og blindfæddi maðurinn – Jóh. 9.1-41

May 11, 2022

Um Í frásögunni af blindfædda manninum í 9. kafla guðspjallsins sjáum við ólík sjónarmið faríseanna og Jesú um tengsl synda og sjúkdóma. Endurgjaldslögmál er rótgróið í mönnum. Jesús læknar manninn og við mætum hjá honum endurmat á mannlegu lífi sem snýst um opinberun Jesú. Það er vitnisburður um líf sem nær út fyrir það sem séð verður, að ofan. Jesús gefur andlega sjón til að sjá með þessum hætti.

7. þáttur HELGIHALD OG HÁTÍÐIR Jesús og bræður hans fara á Laufskálahátíð – Jóh. 7.1-24

May 4, 2022 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Bræður Jesú trúðu ekki á hann - Takmarkanir almáttugs Guðs varðandi vilja manna - Hátíðarhald og helgisiðir og inntak kristinnar tilbeiðslu - Spurningin um hver Jesú er verður ágengari þegar líður á guðspjallið, köllun lærisveinanna - Ólíkar skoðanir og kenningar um Jesú en hann setur sig í miðju tilbeiðslunnar með orðum um lifandi vatn (kafli 4) - Vitnisburður Nikómusar (kafli 3) og ráð

6. þáttur HEILÖG KVÖLDMÁLTÍÐ OG LÍF MEÐ GUÐI Brauðundrið og Jesú sem himneskt tákn – Jóh. 6.1-15

April 26, 2022 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Fjórða og fimmta táknið er brauðundrið og undrið á vatninni eins og Jóhannesa segir frá. Jesús reynir lærisveina sína þá og þannig vakir hann yfir sínum og æfir, en hann talar einnig til fólksins og trúarsamfélagsins sérstaklega. Jesús útskýrði heilaga kvöldmáltíð og vísaði á sjálfan sig sem tákn Guðs eins og spámennirnir höfðu sagt fyrir og Móse verið fyrirmynd um. Jesús segist vera hið lifandi brauð sem gefur eilíft líf. Orðið sem hann hefur talað gefur lífið og andann og því svarar trúin með því að játa að Jesús er sendur af Guði, hinn heilagi Guðs.

5. þáttur TÁKN OG SIÐAKERFI. Jesús og sjúki maðurinn við Betesdalaug – Jóh. 5.1-26

April 19, 2022 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Hvað segir trúin um sjúkdóma? Lækningarfrásagan við Betestalaug og samskipti Jesú og sjúka mannsins er dæmi um það að Guð vill ekki veikindi en jafnframt að lækning er ekki alltaf Guði þökkuð. Það er í glímu lífsins að verk manna eru dæmd og eilíf velferð ræðst. Jesús lenti eftir þetta atvik í átökum og ógn út af ráðamönnum og andlegum leiðtogum meðal gyðinga um hvíldardagsboðin og að hann kallaði Guð föður sinn. Jesús er hér fyrst og fremst með lærisveina sína í sálgæslu en einnig veika manninn og ráðamenn Gyðinga.

4. þáttur FYRIRGEFNING SYNDA OG LAUSN Jesús og samverska konan – Jóh. 4.1-41

February 23, 2022

Hvernig fyrirgefur Guð sekt manna? Í þessu samtali Jesú við samversku konuna er fyrirgefning syndanna tengd við opinberun Jesú sem Guðs sonar. Eina svarið sem dugar við sekt manns er að Guð mætir sjálfur syndaranum með velþóknun. Það gefur einnig manni reisn meðal manna. Þetta var reynsla samversku konunnar í samtalinu við Jesú sem vitnaði svo um hann í þorpinu sem hafði fyrirlitið hana og fólkið vaknaði til trúar á Drottinn. Þetta var sálgæsla Jesú sem leiddi til trúar á hann.

3. þáttur SKÍRN OG ENDURFÆÐING Jesús og Nikódemus, ráðherra meðal gyðinga – Jóh. 3.1-21

February 16, 2022 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Hvernig mætir Jesús leitandi sálum? Menntun, völd og auður breytir þar engu heldur mætir hann dýpstu þrá manna að eiga Guð sem elskar. Það er fagnaðarefni að Guð sendir soninn sem frelsar heiminn og heilagur andi fæðir fólkið til nýs lífs með Guði. Við erum Guðs börn vegna þess að Jesú gefur okkur það með sér. Jesús er maðurinn sem birtir áætlun Guðs með líf okkar og hugmynd hans með það. Andleg leiðsögn í sálgæslu snýst um þessi kjarnaatriði trúarinnar.

2. þáttur BÆN OG LÍFSGLEÐI María biður Jesú um hjálp - Jóh. 2.1-10

February 9, 2022 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Fáum við tákn frá Guði? Jóhannes segir frá fyrsta og öðru tákninu sem Jesús gerði í Galíleu til að opinbera dýrð sína. Í bæn væntum við alls góðs af Guði, bænasvör verða okkur tákn Guðs um kærleika hans og umhyggju fyrir börnum sínum. María móðir Drottins er fordæmi um hvernig biðja ber sem leiðir til lífsgleði í brúðkaupi vina hennar og Jesú í Kana í Galíleu. Bæn er samtal okkar við Drottinn og sálgæsla hans stefnir að lífi í fullri gnægð.

1. þáttur Í SÁLGÆSLU HJÁ JESÚ Guð birtist - Jesús og fyrstu lærisveinarnir - Jóh. 1:29-51

February 2, 2022 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Hvernig birtist Guð okkur? Því svarar Jóhannes með fullyrðingunni eða ljóðinu í 1 kafla guðspallsins: „Orðið varð hold hann bjó með oss." Og hann segir frá því hvernig Jóhannes skírari fékk opinberun um son Guðs. Hann benti lærisveinunum sínum á Guðs lamb og þeir fylgdu Jesú Kristi sem talaði við þá og leiddi þá áfram. Það er að vera í sálgæslu hjá Jesú.