icon__search

2. þáttur BÆN OG LÍFSGLEÐI María biður Jesú um hjálp - Jóh. 2.1-10

February 9, 2022 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Fáum við tákn frá Guði? Jóhannes segir frá fyrsta og öðru tákninu sem Jesús gerði í Galíleu til að opinbera dýrð sína. Í bæn væntum við alls góðs af Guði, bænasvör verða okkur tákn Guðs um kærleika hans og umhyggju fyrir börnum sínum. María móðir Drottins er fordæmi um hvernig biðja ber sem leiðir til lífsgleði í brúðkaupi vina hennar og Jesú í Kana í Galíleu. Bæn er samtal okkar við Drottinn og sálgæsla hans stefnir að lífi í fullri gnægð.

9. þáttur SORG OG MISSIR OG EILÍFT LÍF Jesús og vinir hans í Betaníu - Jóh. 11:1-44

May 18, 2022 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Jesús tekur vini sína í Betaníu í sálgæslu í sorg og missi í 11. kafla guðspjallsins. Jesús gefur tilveru þar sem er sorg og missir nýja merkingu. Í sömu frásögn talar hann um að stundin er komin. Þetta eru lokin á bók táknanna og bók dýrðarinnar tekur við (kafli 12-21) Sálgæsla Jesú er fólgin í því að við skoðum líf okkar út frá því að Jesús var upphafinn á kross til dýrðar. Þannig verður sálgæsla hjá Jesú samfylgd með honum í samtali og bæn. Samtölin í guðspjallinu kenna okkur um helstu atriði trúarlífsins.

8. þáttur ENDURGJALD OG NÝR VITNISBURÐUR Jesús og blindfæddi maðurinn – Jóh. 9.1-41

May 11, 2022

Um Í frásögunni af blindfædda manninum í 9. kafla guðspjallsins sjáum við ólík sjónarmið faríseanna og Jesú um tengsl synda og sjúkdóma. Endurgjaldslögmál er rótgróið í mönnum. Jesús læknar manninn og við mætum hjá honum endurmat á mannlegu lífi sem snýst um opinberun Jesú. Það er vitnisburður um líf sem nær út fyrir það sem séð verður, að ofan. Jesús gefur andlega sjón til að sjá með þessum hætti.

7. þáttur HELGIHALD OG HÁTÍÐIR Jesús og bræður hans fara á Laufskálahátíð – Jóh. 7.1-24

May 4, 2022 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Bræður Jesú trúðu ekki á hann - Takmarkanir almáttugs Guðs varðandi vilja manna - Hátíðarhald og helgisiðir og inntak kristinnar tilbeiðslu - Spurningin um hver Jesú er verður ágengari þegar líður á guðspjallið, köllun lærisveinanna - Ólíkar skoðanir og kenningar um Jesú en hann setur sig í miðju tilbeiðslunnar með orðum um lifandi vatn (kafli 4) - Vitnisburður Nikómusar (kafli 3) og ráð