icon__search

4. þáttur FYRIRGEFNING SYNDA OG LAUSN Jesús og samverska konan – Jóh. 4.1-41

February 23, 2022

Hvernig fyrirgefur Guð sekt manna? Í þessu samtali Jesú við samversku konuna er fyrirgefning syndanna tengd við opinberun Jesú sem Guðs sonar. Eina svarið sem dugar við sekt manns er að Guð mætir sjálfur syndaranum með velþóknun. Það gefur einnig manni reisn meðal manna. Þetta var reynsla samversku konunnar í samtalinu við Jesú sem vitnaði svo um hann í þorpinu sem hafði fyrirlitið hana og fólkið vaknaði til trúar á Drottinn. Þetta var sálgæsla Jesú sem leiddi til trúar á hann.

9. þáttur SORG OG MISSIR OG EILÍFT LÍF Jesús og vinir hans í Betaníu - Jóh. 11:1-44

May 18, 2022 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Jesús tekur vini sína í Betaníu í sálgæslu í sorg og missi í 11. kafla guðspjallsins. Jesús gefur tilveru þar sem er sorg og missir nýja merkingu. Í sömu frásögn talar hann um að stundin er komin. Þetta eru lokin á bók táknanna og bók dýrðarinnar tekur við (kafli 12-21) Sálgæsla Jesú er fólgin í því að við skoðum líf okkar út frá því að Jesús var upphafinn á kross til dýrðar. Þannig verður sálgæsla hjá Jesú samfylgd með honum í samtali og bæn. Samtölin í guðspjallinu kenna okkur um helstu atriði trúarlífsins.

8. þáttur ENDURGJALD OG NÝR VITNISBURÐUR Jesús og blindfæddi maðurinn – Jóh. 9.1-41

May 11, 2022

Um Í frásögunni af blindfædda manninum í 9. kafla guðspjallsins sjáum við ólík sjónarmið faríseanna og Jesú um tengsl synda og sjúkdóma. Endurgjaldslögmál er rótgróið í mönnum. Jesús læknar manninn og við mætum hjá honum endurmat á mannlegu lífi sem snýst um opinberun Jesú. Það er vitnisburður um líf sem nær út fyrir það sem séð verður, að ofan. Jesús gefur andlega sjón til að sjá með þessum hætti.

7. þáttur HELGIHALD OG HÁTÍÐIR Jesús og bræður hans fara á Laufskálahátíð – Jóh. 7.1-24

May 4, 2022 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Bræður Jesú trúðu ekki á hann - Takmarkanir almáttugs Guðs varðandi vilja manna - Hátíðarhald og helgisiðir og inntak kristinnar tilbeiðslu - Spurningin um hver Jesú er verður ágengari þegar líður á guðspjallið, köllun lærisveinanna - Ólíkar skoðanir og kenningar um Jesú en hann setur sig í miðju tilbeiðslunnar með orðum um lifandi vatn (kafli 4) - Vitnisburður Nikómusar (kafli 3) og ráð