icon__search

Eftirfylgd

Ef Guð myndi mæta þér á leið þinni og segði við þig: „Fylg þú mér", myndir þú standa upp og fylgja honum?

33. þáttur Upprisan - nýtt upphaf

June 2, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

32. þáttur. Píslarsaga kærleikans - Myndmál og merking

May 26, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Í þessum þætti er fjallað um mynd- og táknmál frásögunnar, > hirðinn, kaleikinn og krossinn. Kjarnaorð frásögunnar er traust. > Jesús treysti Guði í þjáningunni miðri og það er leið > fylgjenda hans, traust, sem Guð vekur með hjálpræðisverkinu.

31 þáttur. Píslarsaga kærleikans - 10 stöðvar.

May 19, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Í þessum þtti er staldrað við á 10 stöðum píslargöngu Jesú > og sagan íhuguð. Með þessum hætti greinir Matteus frá merkingu > sögunnar fyrir okkur eins og hún gjörbreytti stöðu þeirra sem > fylgdust með henni á sínum tíma.

30. þáttur. Píslarsaga kærleikans - helgasta frásaga > kristninnar.

May 12, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Okkur er sögð saga af Guðs syni sem þjáist og deyr. Sú frásaga > tengir okkur við Guð. Vitnisburðurinn er augljósasti þátturinn > í frásögn Matteusar en hinir fjórir þættirnir eru einnig í > frásögninni, tilbeiðsla, boðun, samfélag og þjónusta.

29 þáttur. Ræðan um þjónustuna (þriðji hluti)

May 5, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Síðasti hluti ræðunnar eða 25. kafli guðspjallsins hefur að geyma þrjár dæmisögur. Þær kenna lærisveinunum að vera vakandi í samfélagi sínu við Guð, í daglegri iðju sinni og meðal samferðafólks síns. Jesús notar dæmið um húsbóndann og þjónana til að kenna þeim að vera með vakandi huga og þjóna vegna þess að Kristur birtist í smæstu bræðrum og systrum.

28 þáttur. - Ræðan um þjónustuna (Annar hluti)

April 27, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Jesús kennir réttlæti, miskunn og trúfesti. Út frá því gengur boðun hans og krafa um rétta breytni. Í seinni hluta ræðunnar er Jesús kominn með lærisveinunum á Olíufjallið þar sem sést yfir borgina. Þar flytur hann endalokaræðuna. Hann hughreystir lærisveina sína og kennir þeim að vera vakandi fyrir framgangi Guðs ríkis og táknum í samtíma sínum.

27 þáttur Ræðan um þjónustuna (fyrsti hluti)

April 20, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Ræðan er þrískipt og gefið er yfirlit um hana. Í fyrsta hlutanum talar Jesú til lærisveina sinna og mannfjöldans en snýr sér svo að fræðimönnunum og faríseunum og gagnrýnir breytni þeirra. Rétt breytni er það sem Jesús kennir í þessari ræðu. Hann hryggist yfir örlögum Jerúsalem. Tilbeiðsla Jesú Krists beinist að honum einum og vitnisburðurinn um hann kemur fram í að gera það sem hann býður og þjóna öðrum.

26 Þáttur Inngangur píslarsögunnar

April 13, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Það verða ákveðin skil með 21. kafla þar sem stefnan er tekin til Jerúsalem. Það er inngangur að píslarsögunni þar sem Jesús kemur ríðandi á asna inn í borgina helgu, prédikar og kennir um himnaríki og læknar þar.

25 Þáttur Eining og þjónusta Samfélag um Kaleikinn 2 hluti

April 7, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Jesús kemur lærisveinum sínum á óvarp varðandi kröfurnar sem hann gerir til þeirra. Þeir uppgötva að Mannssonurinn er kominn til að þjóna og gefa líf sitt. Það ætlast hann til af þeim sem fylgja honum sem er ómögulegt fyrir mönnum en Guð megnar allt. Þjónandi kærleikur sem Jesús kennir er táknaður með kaleik sem hann tæmir en lærisveinarnir fá að smakka á.

24 þáttur Eining og þjónusta Samfélag um Kaleikinn

March 31, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Megináherslan í þessum millikafla er eins og áður þema ræðunnar á unda og eftir um einingu og þjónustu. Það verðar ákveðin skil með 20.28 þar sem Jesús segir að hann sé ekki kominn til að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt. Átökin aukast við trúarleiðtogana og hann kennir lærisveinum sínum mikilvæga hluti um það að fylgja sér. Það er um rauða og gyllta þráðurinn í guðspjallinu.

23 þáttur Ræðan um samfélagið - samfélag mildi og fyrirgefningar (framhald)

March 24, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Í þessum þætti er haldið áfram að rannsaka 18. kafla guðspjallsins sem er ræðan um samfélagið. Jesús kennir lærisveinum sínum um mikilvægi bænarinnar í samfélaginu, að hver einstaklingur er mikilvægur í augum hans, um fögnuð og návist, aga og einingu. Jesús lýkur ræðunni með dæmisögunni um skulduga þjóninn um mildi og fyrirgefningu.

22. þáttur: Ræðan um samfélagið - samfélag mildi og fyrirgefningar

March 17, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Í þessum þætti er fjórða ræðan skoðuð í 18. kafla sem fjallar um samfélag lærisveinanna. Þar byrjar Jesús á að setja barn inn í miðjan hóp lærisveinanna og kennir þeim auðmýkt og ábyrgð. Fleiri kennir hann þeim sem á að einkenna samfélag þeirra eins og traust og heilindi.

21 Þáttur.

March 10, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Í seinni hluti millikaflans, kafli 16-17, snýr Jesús sér sérstaklega að því að fræða lærisveinana um hver hann er. Þar er fjallað um innra trúarlíf í tengslum við samfélagið og svo ytri líf í orði og verki. Að lokum birtist Jesús lærisveinunum í himneskri sýn.

20 Þáttur.

March 3, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Brauðundrið er í þessum þætti skoðað út frá nútímanum, þeim mismunandi heimsmyndum sem við höfum, listrænni, vísindalegri, sagnfræðilegri, heimspekilegri og trúarlegri

19 Þáttur.

March 24, 2021 • Sr. Guðmundur Guðmundsson

Annar millikaflinn, kafli 14-17, hefur tvö meginþemu sem taka mið af ræðunum á undan og eftir. Fyrra meginþemað er, orðið og trúin. Hitt þemað tengist ræðunni á eftir sem fjallar um samfélagið (18. kafli). Í þessum köflum er sagt tvisvar frá brauðundrinu sem tengist samfélaginu.

1
2
3