icon__search

Beint í Mark

Spjallþættir Hafsteins á Lindinni

Rauðu kvígurnar

September 22, 2022

Fyrir stuttu bárust þær fréttir frá Texas að bóndi nokkur hefði gefði rabbínum nokkrar rauðar kvígur. Og hvað skyldi vera svona merkilegt við það? Hefur gjöfin einhverja þýðingu fyrir Ísrael, endurbyggingu musterisins og tímatal lokatímanna? Við fáum biblíufræðinginn Snorra Óskarsson í heimsókn og hann ætlar að segja okkur meira um málið.

Vitnisburður Sólveigar Katrínar

August 19, 2022 • Sólveig Katrín Jónsdóttir

Í 27 ár var hún á leið uppljómunar og andlegar vakningar. Leið sem hún taldi vera hina réttu og sönnu. Í 27 ár var Sólveig Katrín Jónsdóttir á þessari braut. Lifði og hrærðist í þessum andlega heimi ásamt því að vera kennari í greininni. Kenndi sjamanisma og hélt gyðjuseremóníur. Efaðist ekki um að þetta allt væri frá Guði. En svo gerðist eitthvað í apríl 2021. Sólveig fékk snertingu frá Guði og eignaðist lifandi trú á almáttugan Guð. Sólveig kom til okkar og segir hér sögu sína í þessu viðtali. .

GO Movement

August 5, 2022 • Beat Baumann

Eitt merkasta trúboðsframtak í heiminum í dag er hreyfingin GO Movement. Alþjóðlegur stjórnandi hreyfingarinnar, Beat Baumann, var í heimsókn hér á landi í ágúst 2022 og tók þátt í morgunverðarfundi á vegum Lindarinnar. Hann sagði okkur magnaðar sögur um hvernig þúsundir manna hafa komist til lifandi trúar á Jesú Krist í gegnum verkefnið á heimsvísu. Hann hvatti okkur Íslendinga til að vera með og taka virkan þátt. Bauð fram aðstoð sína ásamt því að tengja okkur við aðila erlendis sem gætu komið okkur af stað. Beat settist við hljóðnemann og við tókum við hann stutt viðtal. Hugsjón GO Movement er að virkja kristna um heim allan til að bera reglulega vitni um trú sína – alveg þar til allir jarðarbúar hafa fengið tækifæri til að taka afstöðu til fagnaðarerindisins. Slagorðið er “Everyone can reach someone. Together we can reach the world." Meira um málið á http://gomovement.world Mikill áhugi er á að taka við keflinu hér á landi og nýta þennan slagkraft fyrir Ísland. Ef þú hefur áhuga á að vera með hafðu þá samband við Lindina í síma 567-1818 eða með tölvupósti á http://lindin@lindin.is

Hvar er Guð á erfiðum tímum?

August 2, 2022 • Nicole Colette Buckmaster , Hafsteinn G. Einarsson • Jeremiah 29:11

Nicole missti manninn sinn á sviplegan hátt fyrir nokkrum árum. Fótunum var kippt undan lífi hennar og framtíðarplönum. Hún var nú ein með 2 ung börn í fanginu og þurfti að meta stöðu sína og lífið framundan. En Guð mætti henni á einstakan hátt og gaf henni frið í hjarta og sýn fyrir vonarríkri framtíð, eins og segir í Jeremía 29:11: "Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð".

Fjármál Lindarinnar

June 9, 2022 • Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, Hafsteinn Gautur Einarsson

Fjármál Lindarinnar eru upp á borðinu. Við viljum að stuðningsaðilar viti hvernig Lindin stendur sig rekstrarlega. Guð hefur veitt henni brautargegni í 27 ár og við viljum vera fjárhagslega ábyrg hér eftir sem hingað til. Helga Vilborg, sem situr í stjórn Lindarinnar og Hafsteinn útvarpsstjóri fara, í þessum 55 mín þætti, í gegnum fjármál stöðvarinnar. Ræða fjármálin á eins einfaldann og aðgengilegan hátt og hægt er og kynna fyrir hlustendum. En ef þú hefur spurningar, hafðu þá endilega samband.

Yoseph Haddad in Iceland

May 16, 2022 • Hafsteinn Einarsson

Yoseph Haddad has served in the Israeli Defense Forces. He’s also an Arab and a Christian. But why would an Arab volunteer to join the Israeli military? If Israel really is an apartheid state, like some people claim it to be, then why would Haddad be proud to defend it? Let´s allow Yoseph to explain his view. Yoseph þjónaði í mörg ár í Ísraelska hernum. Hann er líka kristinn Arabi. Af hverju býður Arabi sig fram til þjónustu í Ísraelska hernum? Ef aðskilnaðarstefna er við líði í Ísrael, eins og sumir vilja halda fram, af hverju ætti Yoseph þá að vera stoltur af að verja landið? Hér vakna margar spurningar. Í viðtalinu sem Hafsteinn G. Einarsson tók við Yoseph, er ljósi varpað á þætti sem sjaldan eða aldrei eru ræddir í fjölmiðlum. Gefum Yoseph orðið.

Fjölmenningarskóli kirkjunnar

May 4, 2022 • Hafsteinn G. Einarsson

Viðtal við Greg Aikins um Fjölmenningarskóla kirkjunnar sem stefnt er á að hefji starfsemi haustið 2022.

Andri Sveinn trúboði í viðtali

November 8, 2021

Andri frelsaðist 19 ára gamall á samkomu í Eþíópskri kirkju í Frankfurt. Þá urðu straumhvörf í hans lífi. Hann sagði í kjölfarið skilið við notkun kannabisefna og hefur verið virkur í trúboði allar götur síðan. Andri Sveinn Martinsson Hahl, mætti á Lindina og deildi sögu sinni með okkur.

Louis Torres er staddur á Íslandi

September 3, 2021 • Hafsteinn G. Einarsson

Louis Torres var á hraðri niðurleið í lífinu, þegar hann aðeins 21 árs að aldri, ákvað að hætta sem gítarleikari í hinni heimsfrægu rokkhljómsveit “Bill Haley and the Comets” og snúa sér að Jesú Kristi. Og það gerði hann. Og nú er hann kominn til Íslands í ákveðnum erindagjörðum

Hús Friðarins í Tasiilaq

November 13, 2020 • Hafsteinn G. Einarsson

Erna Eyjólfsdóttir hefur leitt uppbyggingu á trúboðsstarfi í 2000 manna bæ á austurströnd Grænlands. Nú er risið þar 100 m2 hús, sem greitt hefur verið fyrir að fullu, og mun það þjóna sem miðstöð fyrir trúboða sem starfa þar í styttri eða lengri tíma.

Krista Metere var leidd til Íslands

November 5, 2020 • Hafsteinn G. Einarsson

Teen Challenge á Íslandi

October 9, 2020 • Hafsteinn G. Einarsson

Það eru stórkostlegir hlutir að gerast. Fólk er að losna úr neyslu og fá lausn sinna mála fyrir snertingu frá Guði. Biblíuskóli TC býður þátttakendum það besta sem er í boði, nefnilega lausnina í Jesú Kristi. Katrín Inga, sem frelsaðist á bílaplaninu við Hlaðgerðarkot fyrir 10 árum, er nú að ryðja brautina fyrir aðra sem upplifa það sama og hún gekk í gegnum.

Jesú alls konar og Trans Jesú?

September 11, 2020 • Hafsteinn G. Einarsson

Pétur Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, er hér í viðtali á Lindinni. Hann kom til að útskýra afstöðu Þjóðkirkjunnar til hinnar teiknuðu myndar af Jesú, sem mikið hefur verið rætt um á samskiptamiðlum síðustu daga og vakið hefur sterk viðbrögð. Á þessari litríku mynd er Jesú í líflegri sveiflu með brjóst og andlitsfarða. Ekki beint hefðbundin framsetning á Frelsaranum. Yfirskrift myndarinnar er "Verið velkomin í sunnudagaskólann í kirkjunni." Margir hafa tjáð sig um myndina á samfélagsmiðlum og annars staðar og kommentakerfin hitnað all verulega. Sumir telja þetta ósmekklegt og færa rök fyrir því. Aðrir segja þetta ekki skipta neinu máli; Jésu sé allra og alls konar og af hverju ekki eins og myndin sýnir. Hvað finnst þér?

Bæna-þríþraut um helgina

August 14, 2020 • Hafsteinn G. Einarsson

Viðtal við Katey Moreland frá Írlandi sem er komin til Íslands til að biðja fyrir landi og þjóð gegnum "Fathers Heart" átakið sem á rætur sínar í Írlandi. Farið verður í bænagöngu um helgina og samhliða því framkvæmd mini-þriþraut (triathlon), þar sem synt er, gengið og hjólað, samhliða bæninni. Öllum áhugasömum er frjálst að taka þátt. Meira um dagskrá helgarinnar má lesa hér að neðan: The WORD of the LORD Ministries The Father’s Love Spread Abroad Triathlons, 2020 Nordic countries​​‘From Ireland with Love’ Monday 2nd March – Friday August 28th ‘The Father’s Love Spread Abroad’ is a continuation of ‘Running with the Father’s Heart (in Ireland) – 32 marathons because Every County Counts’ which happened in 2019. This trip is a prophetic action referring to the Irish going out to the nations when full-on revival comes. Father God chose this first international prayer tour to be from Helsinki, Finland to Nuuk, Greenland. More can be read about the vision and calling on http://www.thewordofthelord.biz Reykjavik, Iceland Sat August 15th​​​ Time: ​​ 1.00-3.30 p.m.​​Prayer-walk around the city Meeting point: Catch the Fire, Reykjavik End: Althingi Parliament House We will walk around the city, praying for churches as we pass by, blessing them and praying for them to fulfill the call of God on them as a church and as individuals. We will complete the prayer walk at the Parliament, blessing leaders as commanded in the word but also taking authority in Christ to decree godly laws to be instated in parliament for the good of the land. Time: ​​7:00 - 9:30 pm: ​​Father’s Heart meeting Venue: ​Catch the Fire, Reykjavik Theme: Receiving a fresh touch of the Father’s love and the Azusa Street anointing for the 21st Century (which God sent Katey Moreland to collect on behalf of the nations). Sun August 16th ​​​Father’s Love Spread Abroad Triathlon Time: ​​10 a.m. - 4 p.m. 10:00​​Prayer and Proclamation from scriptures on the Father’s Heart scroll Venue:​Nauthólsvík Geothermal Beach 11:00​​Prayer relay mini-triathlon: Route: Swim: Nauthólsvík Geothermal Beach; Run/Walk: Beach to Fjölskyldugarðurinn; Cycle: Fjölskyldugarðurinn to Sun Voyager to the National Gallery of Iceland to Grotta Island Lighthouse All are welcome to take a turn in carrying the scroll with Scriptures about the Father’s love (the light of God), praying for the whole country while walking, running, cycling or swimming. 3:00-4:00​Worship Celebration Venue:​​Grotta Island Lighthouse ​​Thanking God for all He has done, is doing and will do in Iceland http://www.thewordofthelord.biz ​ E-mail: http://wordofthelord2009@gmail.com ​Tel: +353871238774

Kyrrðarbæn

August 7, 2020 • Hafsteinn G. Einarsson

Kyrrðarbænin er athyglisverður bænastíll. Í honum er dvalið í nærveru Guðs og verkan heilags anda er samþykkt innra með okkur. Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sem starfar í Hafnarfjarðarkirkju, og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, frá Guðríðarkirkju, komu í viðtal og sögðu frá námskeiðum sem þær standa fyrir á næstunni um kyrrðarbænina. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á http://kyrrdarbaen.is

1
2
3