icon__search

Vitnisburður Sólveigar Katrínar

Frá shamanisma til Sannleikans

August 19, 2022 • Sólveig Katrín Jónsdóttir

Í 27 ár var hún á leið uppljómunar og andlegar vakningar. Leið sem hún taldi vera hina réttu og sönnu. Í 27 ár var Sólveig Katrín Jónsdóttir á þessari braut. Lifði og hrærðist í þessum andlega heimi ásamt því að vera kennari í greininni. Kenndi sjamanisma og hélt gyðjuseremóníur. Efaðist ekki um að þetta allt væri frá Guði.

En svo gerðist eitthvað í apríl 2021. Sólveig fékk snertingu frá Guði og eignaðist lifandi trú á almáttugan Guð. Sólveig kom til okkar og segir hér sögu sína í þessu viðtali.
.

More from Beint í Mark

Rauðu kvígurnar

September 22, 2022

Fyrir stuttu bárust þær fréttir frá Texas að bóndi nokkur hefði gefði rabbínum nokkrar rauðar kvígur. Og hvað skyldi vera svona merkilegt við það? Hefur gjöfin einhverja þýðingu fyrir Ísrael, endurbyggingu musterisins og tímatal lokatímanna? Við fáum biblíufræðinginn Snorra Óskarsson í heimsókn og hann ætlar að segja okkur meira um málið.

GO Movement

August 5, 2022 • Beat Baumann

Eitt merkasta trúboðsframtak í heiminum í dag er hreyfingin GO Movement. Alþjóðlegur stjórnandi hreyfingarinnar, Beat Baumann, var í heimsókn hér á landi í ágúst 2022 og tók þátt í morgunverðarfundi á vegum Lindarinnar. Hann sagði okkur magnaðar sögur um hvernig þúsundir manna hafa komist til lifandi trúar á Jesú Krist í gegnum verkefnið á heimsvísu. Hann hvatti okkur Íslendinga til að vera með og taka virkan þátt. Bauð fram aðstoð sína ásamt því að tengja okkur við aðila erlendis sem gætu komið okkur af stað. Beat settist við hljóðnemann og við tókum við hann stutt viðtal. Hugsjón GO Movement er að virkja kristna um heim allan til að bera reglulega vitni um trú sína – alveg þar til allir jarðarbúar hafa fengið tækifæri til að taka afstöðu til fagnaðarerindisins. Slagorðið er “Everyone can reach someone. Together we can reach the world." Meira um málið á http://gomovement.world Mikill áhugi er á að taka við keflinu hér á landi og nýta þennan slagkraft fyrir Ísland. Ef þú hefur áhuga á að vera með hafðu þá samband við Lindina í síma 567-1818 eða með tölvupósti á http://lindin@lindin.is

Hvar er Guð á erfiðum tímum?

August 2, 2022 • Nicole Colette Buckmaster , Hafsteinn G. Einarsson • Jeremiah 29:11

Nicole missti manninn sinn á sviplegan hátt fyrir nokkrum árum. Fótunum var kippt undan lífi hennar og framtíðarplönum. Hún var nú ein með 2 ung börn í fanginu og þurfti að meta stöðu sína og lífið framundan. En Guð mætti henni á einstakan hátt og gaf henni frið í hjarta og sýn fyrir vonarríkri framtíð, eins og segir í Jeremía 29:11: "Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð".