icon__search

Halla Tómasdóttir

Kristin gildi eru mikilvæg

May 17, 2024 • Romans 13:1

Lindin bauð frambjóðendum til forseta Íslands í spjall. Án efa eru hlustendur forvitnir að heyra skoðanir þeirra, einkum er varðar kristna trú á Íslandi, kristna menningu svo og hugmyndir þeirra um lífið og tilveruna og þá vegferð sem þjóðin er á þessi misserin.


Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Höllu Tómasdóttur.Róm. 13:1 "Hver maður hlýði þeim yfirvöldum sem eru yfir hann sett. Því engin væru yfirvöld ef Guð gæfi þau ekki. Þau sem eru til hefur Guð skipað".

Ástþór Magnússon

May 27, 2024

Ástþór, sjötugur athafnamaður í viðskiptum og stofnandi Friðar 2000, mætti til okkar í spjall. Hér er viðtalið. Hafsteinn útvarpsstjóri fór um víðan völl með Ástþóri og spurði um hans persónulegu trúarafstöðu, friðarumleitanir hans og stefnumið, stöðu Þjóðkirkjunnar, aðskilnað ríkis og kirkju, algildan sannleika, hve mörg kynin eru, syndina sem við öll erum sek um, fóstureyðingar og síðast en ekki síst ..... Jesú Krist! Viðtalið er um 45 mín að lengd.

Arnar Þór Jónsson

May 22, 2024 • Romans 13:1

Arnar Þór Jónsson, lögmaður og frambjóðandi til forseta Íslands, kom í viðtal við Hafstein G. Einarsson í aðdraganda kosninganna 2024. Arnar var spurður um allt milli himins og jarðar, hans persónulegu trúarafstöðu, nýja regluverkið frá WHO, mikilvægi fullveldis okkar sem þjóðar og einstaklinga, stöðu Þjóðkirkjunnar, aðskilnað ríkis og kirkju, tómarúmið í hjarta hvers manns, hve mörg kynin eru, syndina sem við öll erum sek um, fóstureyðingar og síðast en ekki síst ..... Jesú Krist! Viðtalið er í lengri kantinum, 1 klst. 47 mín.

Halla Hrund Logadóttir

May 21, 2024 • Romans 13:1

Lindin bauð frambjóðendum til forseta Íslands í spjall. Hlustendur eru án efa forvitnir að heyra skoðanir þeirra, einkum er varðar kristna trú á Íslandi, kristna menningu svo og hugmyndir þeirra um lífið og tilveruna og þá vegferð sem þjóðin er á þessi misserin. Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Höllu Hrund Logadóttur. Róm. 13:1 "Hver maður hlýði þeim yfirvöldum sem eru yfir hann sett. Því engin væru yfirvöld ef Guð gæfi þau ekki. Þau sem eru til hefur Guð skipað".