Heimspekingar eins og Jean-Paul Sarte og Albert Camus hafa rökstutt að ef það er ekki til almáttugur, algóður skapari alheimsins sem býður okkur eilíft líf, þá er lífið helber fáránleiki. Þ.e.a.s. lífið hefur hvorki virði, merkingu né tilgang. Það eru sterk rök fyrir tilvist Guðs bæði úr heimi heimspekinnar en einnig með áþreifanlegum sönnunum eins og þeirri staðreynd að Jesú reis upp frá dauðum, sem er vel rökstudd af sagnfræðilegum staðreyndum. Í Jakobsbréfinu (4:8a) segir: Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður.
2. hluti Skiptir máli að tengjast Guði?
January 15, 2017 • Ágúst Valgarð Ólafsson
More from
Biðjið og yður mun gefast