icon__search

Tólf sporin - andlegt ferðalag

Í þessum þáttum kynnir Margrét Eggertsdóttir tólfspora-vinnuna. Sporavinnan er tækifæri til sjálfsskoðunar og almennrar uppbyggingar og er í boði í fjölmörgum kirkjum á Íslandi fyrir áhugasama. Upplýsingar um hópa sem fara í gang á næstunni má finna á vefsíðunni viniribata.is

12 sporið

November 25, 2021 • Margrét Eggertsdóttir

11 sporið

November 18, 2021 • Margrét Eggertsdóttir

10 sporið

November 11, 2021 • Margrét Eggertsdóttir

9 sporið

November 4, 2021 • Margrét Eggertsdóttir

8 sporið.

October 28, 2021

7 sporið

October 21, 2021 • Margrét Eggertsdóttir

6. sporið

October 14, 2021 • Margrét Eggertsdóttir

5. sporið

October 7, 2021 • Margrét Eggertsdóttir

4. sporið.

September 30, 2021

3. sporið

September 23, 2021 • Margrét Eggertsdóttir

Kynning á tólf spora starfinu

September 2, 2021

Þessi fyrsti þáttur er almenn kynning á sporavinnunni. Í næstu 12 þáttum eru svo sporin tekin fyrir, hvert um sig. Að neðan eru sporin 12. Ritningarversin sem vísað er til á eftir hverju spori eru einnig tekin beint upp úr bókinni "12 sporin - andlegt ferðalag". 1. Við viðurkenndum vanmátt okkar vegna aðskilnaðar frá Guði og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi. (Rómv. 7:18) 2. Við fórum að trúa að máttur, okkur æðri, gæti gert okkur heil að nýju. (Filip. 2:13) 3. Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum. (Róm. 12:1) 4. Við gerðum óttalaust nákvæman siðferðislegan lista yfir skapgerðareinkenni okkar. (Harmlj. 3:40) 5. Við viðurkenndum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur og öðrum einstaklingi yfirsjónir okkar. (Jak. 5:16a) 6. Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla okkar skapgerðar-bresti. (Jak. 4:10) 7. Við báðum Guð í auðmýkt að fjarlægja brestina. (1. Jóh. 1:9) 8. Við gerðum lista yfir alla þá sem við höfðum skaðað og urðum fús til að bæta fyrir brot okkar. (Lúk. 6:31) 9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi sem það særði engan. (Matt. 5:23-24) 10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust. (1. Kor. 10:12) 11. Við leituðumst við, með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum aðeins um þekkingu á því sem hann ætlar okkur og styrk til að framkvæma það. (Kol. 3:16a) 12. Við fundum að sá árangur sem náðist, með hjálp reynslusporanna, var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi. (Gal. 6:1)

1. sporið

September 9, 2021

Í þessum þætti fær Margrét Guðbjörn Guðbjörnsson, óperusöngvara i spjall.

2. sporið

September 16, 2021 • Margrét Eggertsdóttir

Í þessum þætti er 2. sporið kynnt. Margrét fær gest í heimsókn sem gefur sinn vitnisburð.