icon__search

C. S. Lewis ráðstefna

4 fyrirlestar af ráðstefnu sem haldin var 18. og 19. október 2019

1. fyrirlestur

October 18, 2019

Í október 2019 fór fram ráðstefna í Háskólabíói um ævi og störf rithöfundarins C.S. Lewis. Þar var fjallað um áhrif íslenskrar goðafræði og Íslendingasagnanna á líf C.S. Lewis, sem skrifaði m.a. Narníu bækurnar. C.S. Lewis er í dag talinn einn áhrifamesti kristni rithöfundur síðustu aldar. Útvarpsþættir hans á BBC á árum seinni heimstyrjaldarinnar vöktu mikla athygli en þar fjallaði hann um siðferðisboðskap kristinnar trúar á beinskeyttan og áhrifamikinn hátt. Síðar komu þessar hugleiðingar hans út í bókinni Mere Christianity. Hér er upptaka af fyrirlestri Dr. Melody Green á áðurnefndri ráðstefnu. Sérsvið Dr. Green eru barnabókmenntir og samspil bókmennta og trúar. Í fyrirlestrinum fjallar hún um vináttu og samvinnu J.R.R. Tolkien og C.S. Lewis. Fyrirlesturinn er 35 mínútur að lengd og það er Helgi Guðnason sem túlkar. (birt með góðfúslegu leyfi James Joransen, skipuleggjanda ráðstefnunnar)

2. fyrirlestur

October 19, 2019

Hér er upptaka af fyrirlestri Dr. Jerry Root á áðurnefndri ráðstefnu. Jerry Root er sérmenntaður um ævi og störf C.S. Lewis og höfundur fjölda bóka um þennan merka rithöfund. Fyrirlesturinn er í tveimur hlutum og er þetta fyrri hlutinn. Hér fjallar Jerry um tengingar C.S. Lewis við Ísland of Íslendingasögurnar. Upptakan er 42 mínútur að lengd og það er Helgi Guðnason sem túlkar.

3. fyrirlestur.

October 19, 2019

Hér er upptaka af fyrirlestri Dr. Jerry Root á ráðstefnunni um C.S. Lewis. Jerry Root er sérmenntaður um ævi og störf C.S. Lewis og höfundur fjölda bóka um þennan merka breska rithöfund. Fyrirlesturinn er í tveimur hlutum og er þetta seinni hlutinn. Hér fjallar Jerry um tengingar C.S. Lewis við Ísland of Íslendingasögurnar. Upptakan er 56 mínútur að lengd og það er Helgi Guðnason sem túlkar.

4. fyrirlestur

October 19, 2019

Hér er viðtal Dr. Jerry Root við Douglas Gresham á áðurnefndri ráðstefnu. Douglas er stjúpsonur C.S. Lewis og ólst því upp á heimili hans. Hér fjallar hann um uppeldisárin og kynni sín af stjúpföðurnum. Douglas er jafnframt framleiðandi bíómyndanna The Chronicles of Narnia. Upptakan er 24 mínútur að lengd og það er Helgi Guðnason sem túlkar.