icon__search

Ýmsir þættir

Sérvaldir þættir sem hlustendur óskuðu sérstaklega eftir í appið

Ross King - Songs & stories

April 22, 2022

Ross King had planned to visit Iceland in the summer of 2021 but due to Covid and some family health issues it did not come about. In stead he did songs and stories live online from his home in Nashville. Árni Hilmarsson interpreted into Icelandic Ross is up for visiting Iceland in the future. Ross King er bandarískur tónlistarmaður sem býr í Nashville í Tennessee. Hann hafði áætlað að heimsækja Ísland sumarið 2021 og halda tónleika í sumarbúðunum á Ástjörn. En vegna Covid og fjölskyldumála heima fyrir þá varð ekkert úr þeirri heimsókn. Þess í stað tók hann upp tónleika fyrir okkur þar sem hann spilar og syngdur lögin sín og segir sögur inn á milli. Upptakan er túlkuð af Árna Hilmarssyni.

Haustfjáröflun Lindarinnar

September 9, 2019 • Hafsteinn G. Einarsson

Margir heyra ekki nægilega vel í Lindinni þessa dagana og það er náttúrulega ekki nógu gott. Við minnum á að Lindin er að safna fyrir nýjum útvarpssendi fyrir höfuðborgarsvæðið. Fjáröflunarátakinnu lýkur formlega á morgun, 10. október. Þú getur með einföldum hætti tekið þátt með því að hringja í söfnunarnúmerin 908-1103 (3.000 kr.), 908-1105 (5.000 kr.) eða 908-1107 (7.000 kr.). Kærar þakkir.

Sannindi um þjáninguna

September 7, 2018 • Hafsteinn G. Einarsson

Hér tekur Hafsteinn útvarpsstjóri fyrir nokkur atriði sem snerta þjáninguna.

Biblían bókin mín #25

Viðtal við Ali Alameri frá Írak

December 14, 2018 • Hafsteinn G. Einarsson

Írakinn Ali Alameri segir okkur sögu sína. Hann yfirgaf múhameðstrú, fjölskyldu og vini fyrir nokkrum árum eftir að hafa kynnst kærleika Guðs gegnum bandaríska hermenn á herstöð í Írak. þar sem hann vann. Steig í kjölfarið inn í algjöra óvissu, en þó sannfærður um að Guð myndi sjá fyrir honum. Hlustaðu hér á magnaðan vitnisburð þessa unga íraka.

Betri leiðin #3 - Umfjöllun um meðvirkni

Linda Baldvinsdóttir

Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi fær Theódór Birgisson, fjölskyldu- og samskiptaráðgjafa hjá Lausninni, í heimsókn. Meðvirkni er skilgreint sem það ástand þegar þú ferð að taka ábyrgð á tilfinningum annarra. En hvað er til ráða? Og hvernig losnar maður undan meðvirkni?