icon__search

Viðtöl við fulltrúa flokkanna

Við spurðum frambjóðendur um mál sem snerta kristna trú á Íslandi og stefnumál þeirra hvað hana varðar. Allt frá kristnu siðferði til sambands ríkis og kirkju, trúarbragðakennslu í grunnskólum til orðalags í nýrri stjórnarskrá. Viðtölin koma

Flokkur fólksins

September 23, 2021

Tómas Tómasson, matreiðslumaður mætir í spjall um kosningamál hans og Flokks fólksins

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn

September 23, 2021

Guðmundur Franklín Jónsson, hagfræðingur tjáði sig um sína barnatrú, meinsemdir samfélagsins, lög um fóstureyðingar og frjálsa kynjaskilgreiningu. Engin efi er í hans huga að Jesús myndi krossa við "O" ef hann væri meðal okkar í dag og kysi í kosningunum.

Vinstri græn

September 22, 2021

Sterkar líkur eru fyrir því að VG verði áfram í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili og því mikilvægt að heyra þeirra stefnumál sem og persónulegar lífsskoðanir fulltrúanna. Daníel Arnarson mætti fyrir þeirra hönd og tjáði sig m.a. um aðskilnað ríkis og kirkju, nýju stjórnarskrártillögurnar og hvort frjáls kynjaskilgreining eigi rétt á sér.

Viðreisn

September 16, 2021

Oddviti flokksins í Reykjavík norður mætti í viðtal. Hún heitir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

Sósíalistaflokkurinn

September 16, 2021 • Símon Vestarr Hjaltason

Símon Vestarr Hjaltason er tónlistarmaður, bókmenntafræðingur, kennari og sósíalisti, allt í senn. Hann er sonur Helgu Bolladóttur og Hjalta Gunnlaugssonar, tónlistarmanns. Símon fræddi okkur um stefnumál síns flokks.

Miðflokkurinn

September 17, 2021 • Birgir Þórarinsson

Hér mætir sannkristinn þingmaður í spjall. Það er nokkuð ljóst. Segir okkur m.a. frá nokkrum frumvörpum sem tengjast kristinni trú og afgreiðslunni sem þau fengu á Alþingi Íslendinga.

Ábyrg framtíð

September 16, 2021 • Jóhannes Loftsson

Jóhannes Loftsson, verkfræðingur, skipar fyrsta sætið á lista Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík Norður. Eitt áherslumál stendur upp úr í málflutningi flokksins og er það "kófið". Ríkisstjórnin stuðlar að þöggun og skerðingu á frelsi einstaklinga í öllum aðgerðum sínum gegn faraldrinum, að mati Jóhannesar. Heyrum hvað hann hefur að segja.

Sjálfstæðisflokkurinn

September 15, 2021 • Ásmundur Friðriksson

Ásmundur Friðriksson, sem skipar 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, deildi sínum hugrenningum um stöðu kristinnar trúar í samfélaginu og kjörtímabilið framundan.

Samfylkingin

September 14, 2021

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og alþingismaður, sagði frá stefnu síns flokks. Hann er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum).

Píratar

September 14, 2021 • Arndís Anna og Lenya Rún

Þær Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Lenya Rún Taha Karim, fulltrúar Pírata, mættu til okkar á Lindina í spjall.

Engin mætti frá þessum flokki ...

September 23, 2021

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá mætti enginn fulltrúi frá Framsókn í viðtal til okkar, sem er miður.