June 9, 2022 • Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, Hafsteinn G. Einarsson
Fjármál Lindarinnar eru upp á borðinu. Við viljum að stuðningsaðilar viti hvernig Lindin stendur sig rekstrarlega. Guð hefur veitt henni brautargegni í 27 ár og við viljum vera fjárhagslega ábyrg hér eftir sem hingað til. Helga Vilborg, sem situr í stjórn Lindarinnar og Hafsteinn útvarpsstjóri fara, í þessum 55 mín þætti, í gegnum fjármál stöðvarinnar. Ræða fjármálin á eins einfaldann og aðgengilegan hátt og hægt er og kynna fyrir hlustendum. En ef þú hefur spurningar, hafðu þá endilega samband.